— Nathalia Angarita/The New York Times
Febrúar Stjórnlagadómstóll Kólumbíu úrskurðaði 21. febrúar að fóstureyðing á fyrstu 24 vikum meðgöngu myndi ekki lengur teljast glæpur. Fram að því höfðu fóstureyðingar aðeins verið leyfðar svo fremi að líf móður væri í hættu, móðirin hefði orðið þunguð eftir nauðgun eða ef fóstrið var vanskapað

Febrúar Stjórnlagadómstóll Kólumbíu úrskurðaði 21. febrúar að fóstureyðing á fyrstu 24 vikum meðgöngu myndi ekki lengur teljast glæpur. Fram að því höfðu fóstureyðingar aðeins verið leyfðar svo fremi að líf móður væri í hættu, móðirin hefði orðið þunguð eftir nauðgun eða ef fóstrið var vanskapað. Kólumbíumenn eru flestir kaþólskir og íhaldssamir í félagsmálum. Konur í Rómönsku Ameríku hafa lengi barist fyrir réttinum til fóstureyðinga. Samtökin „Marea Verde“ eða „Græna bylgjan“, sem eiga rætur í Mexíkó, hafa verið þar í fremstu víglínu. Samtökum gegn fóstureyðingum var sumum nóg boðið þegar dómurinn féll og fóru í mótmælagöngur á götum Bogota. Á myndinni sjást stuðningsmenn fóstur­eyðinga fagna fyrir utan höfuðstöðvar stjórnlagadómstólsins í höfuðborginni eftir að niðurstaða hans lá fyrir.