— Athit Perawongmetha/Reuters
Október Maður vopnaður skammbyssu og hnífi réðst inn í leikskóla í sveitahéraðinu Nong Bua Lamphu í Taílandi og skaut og stakk 36 manns til bana, þar á meðal 24 börn. Eftir ódæðisverkið sneri Panya Kamrab heim til sín og myrti konu sína og ungan son og svipti sig því næst lífi

Október Maður vopnaður skammbyssu og hnífi réðst inn í leikskóla í sveitahéraðinu Nong Bua Lamphu í Taílandi og skaut og stakk 36 manns til bana, þar á meðal 24 börn. Eftir ódæðisverkið sneri Panya Kamrab heim til sín og myrti konu sína og ungan son og svipti sig því næst lífi. Hann var 34 ára gamall. Byssueign í Taílandi er með því mesta sem gerist í Asíu og ofbeldi með skotvopnum sömuleiðis. Panya hafði skömmu áður verið vikið úr starfi sem lögregluþjónn eftir að hann var gripinn með metamfetamín í fórum sínum. Misnotkun á metamfetamíni hefur verið mikið vandamál í Taílandi þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að stöðva eiturlyfjasölu og skipulagða glæpastarfsemi. Á myndinni sést syrgjandi kona leggja blómvönd til minningar um fórnarlömbin á leikskólanum.