— Jenn Ackerman fyrir The New York Times
Desember Heilbrigðissérfræðingar vöruðu við því að álag á bandarískt heilbrigðiskerfi, sem þegar glímir við þreytu vegna faraldursins og kulnun starfsmanna, gæti enn aukist út af þrefaldri veiruógn og almenningur ætti því að hafa varann á yfir vetrarmánuðina

Desember Heilbrigðissérfræðingar vöruðu við því að álag á bandarískt heilbrigðiskerfi, sem þegar glímir við þreytu vegna faraldursins og kulnun starfsmanna, gæti enn aukist út af þrefaldri veiruógn og almenningur ætti því að hafa varann á yfir vetrarmánuðina. Deildir fylltust á barnaspítölum vegna tilfella af kvefveirunni RSV í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í haust og flensutilfellum fór fjölgandi. Læknum var brugðið vegna þess að þetta tvennt fór saman og að auki var spáð að kórónuveiran yrði aðsópsmeiri þegar kólnaði í veðri. Litlar eða engar hömlur eru á ferðalög og litlar sem engar nálgunarreglur. Árstíðabundnir sjúkdómar á borð við flensuna og RSV hafa tekið rækilega við sér eftir að fólk tók aftur upp sömu lífshætti og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Á myndinni er verið að bólusetja barn í verslunarmiðstöðinni Mall of America í Minnesota.