Oddný Eir Ævarsdóttir
Oddný Eir Ævarsdóttir
„Árljóð“ er heiti ljóðadagskrár sem verður í Gröndalshúsi í Grjótaþorpi frá sólarupprás til sólarlags á nýársdag. Sjö skáld lesa, kveða og þylja þá þindarlaust frá klukkan 10 til 17. Í tilkynningu segir að allir séu velkomnir í hús…

„Árljóð“ er heiti ljóðadagskrár sem verður í Gröndalshúsi í Grjótaþorpi frá sólarupprás til sólarlags á nýársdag. Sjö skáld lesa, kveða og þylja þá þindarlaust frá klukkan 10 til 17. Í tilkynningu segir að allir séu velkomnir í hús Benedikts að hlusta, þiggja kaffibolla eða maula piparköku en einnig verður hægt að fylgjast með dagskránni í myndstreymi á vefslóðinni reykjavik.is/nyarsljod. Skáldin sjö eru Dagur Hjartarson, Oddný Eir Ævarsdóttir, Sjón, Sigurbjörg Þrastardóttir, Haukur Ingvarsson, Gerður Kristný og Jón Gnarr.