— Sergey Ponomarev/The New York Times
Apríl Emmanuel Macron bar sigurorð af Marine Le Pen 24. apríl og varð fyrsti forseti Frakklands til að ná endurkjöri frá árinu 2002. Í sigurræðu sinni sagði Macron, sem er Evrópusambandssinni á miðju hins pólitíska litrófs og leiðtogi flokksins La…

Apríl Emmanuel Macron bar sigurorð af Marine Le Pen 24. apríl og varð fyrsti forseti Frakklands til að ná endurkjöri frá árinu 2002. Í sigurræðu sinni sagði Macron, sem er Evrópusambandssinni á miðju hins pólitíska litrófs og leiðtogi flokksins La République En Marché!, að hann væri staðráðinn í að bregðast við þeirri reiði, sem hann hefði orðið var við hjá gagnrýnendum sínum. Le Pen er leiðtogi Þjóðfylkingarinnar. Hún setti innflytjendamál á oddinn. Munurinn á milli þeirra var mun minni nú en þegar þau leiddu saman hesta sína árið 2017 þegar Macron sigraði Le Pen fyrst og varð yngsti forseti í sögu Frakklands. Þrátt fyrir tapið í apríl sagði Le Pen að niðurstaðan væri sigur fyrir stjórnmálahreyfingu sína. Hér ávarpar Macron stuðningsmenn sína í París eftir sigurinn.