Apríl Emmanuel Macron bar sigurorð af Marine Le Pen 24. apríl og varð fyrsti forseti Frakklands til að ná endurkjöri frá árinu 2002. Í sigurræðu sinni sagði Macron, sem er Evrópusambandssinni á miðju hins pólitíska litrófs og leiðtogi flokksins La République En Marché!, að hann væri staðráðinn í að bregðast við þeirri reiði, sem hann hefði orðið var við hjá gagnrýnendum sínum. Le Pen er leiðtogi Þjóðfylkingarinnar. Hún setti innflytjendamál á oddinn. Munurinn á milli þeirra var mun minni nú en þegar þau leiddu saman hesta sína árið 2017 þegar Macron sigraði Le Pen fyrst og varð yngsti forseti í sögu Frakklands. Þrátt fyrir tapið í apríl sagði Le Pen að niðurstaðan væri sigur fyrir stjórnmálahreyfingu sína. Hér ávarpar Macron stuðningsmenn sína í París eftir sigurinn.