— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ágúst Talsverður fjöldi fólks kom saman á íþróttavellinum á Blönduósi hinn 26. ágúst og kveikti á friðarkertum til þess að sýna þeim samhug og hluttekningu sem áttu um sárt að binda vegna voðaverka í bænum, en hinn 21

Ágúst Talsverður fjöldi fólks kom saman á íþróttavellinum á Blönduósi hinn 26. ágúst og kveikti á friðarkertum til þess að sýna þeim samhug og hluttekningu sem áttu um sárt að binda vegna voðaverka í bænum, en hinn 21. ágúst réðst maður inn á heimili og skaut hjón sem lágu sofandi í rúmi sínu. Konan lést en eiginmaðurinn lifði árásina af. Árásarmaðurinn féll fyrir hendi sonar hjónanna. Voðaverkið snerti alla þjóðina djúpt.