— Með leyfi Liu Cixin
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Að segja sögur – nota hugmyndaflugið til að búa til sýndarheima utan veruleikans – er mikilvægur og einstakur hæfileiki mannsins. Enn sem komið er bendir ekkert til að nokkur önnur tegund á jörðinni búi yfir þessum mætti

Að segja sögur – nota hugmyndaflugið til að búa til sýndarheima utan veruleikans – er mikilvægur og einstakur hæfileiki mannsins. Enn sem komið er bendir ekkert til að nokkur önnur tegund á jörðinni búi yfir þessum mætti.

Sýndarheimarnir, sem mynda kjarna mannlegra frásagna, kunna stundum að virðast líkir hinum raunverulega heimi, en þeir geta líka átt lítið sameiginlegt með honum Sagan verður að búa yfir nógu miklum líkindum með hinum raunverulega heimi til að fólk finni snertifleti, en nógu ólíkir til að bjóða upp á rannsóknarleiðangra.

Þessi sýndarheimur – sagan – þjónar margvíslegum mikilvægum tilgangi. Í fyrsta lagi er hann framlenging á hinu raunverulega lífi. Fólk býr til eða nýtur þess að reyna hluti í sögu, sem ekki geta verið til í raunveruleikanum. Þannig getur maðurinn orðið fyrir andlegri og tilfinningalegri reynslu í þessu rými sem ekki er hægt í öðru samhengi.

Sögur gefa fólki líka kost á að skilja heiminn frá öðru sjónarhorni. Sýndarheimur myndaður úr sögum er rannsóknarstofa hugsana þar sem náttúran getur farið sínu fram í jaðarástandi af ýmsum toga. Með því að rannsaka mörk hins náttúrulega heims í þessari sýndarstillingu er hægt að afhjúpa hliðar á grundvallarþáttum hans, sem ekki hafa verið prófaðir í raunveruleikanum.

Sögur eru ekki bara til í sýndarheimi. Með þeim er hægt að búa til tengingar í raunheimi. Þegar fólk les eða heyrir sömu söguna fer það inn í sýndarveröld, sem það deilir. Þessi hópreynsla getur orðið til þess að til verður tengt samfélag í raunheimi byggt á því að fólk hittist í þessari sýndarveröld.

Liu Cixin er vísindaskáldsöguhöfundur og skrifaði skáldsöguna „Þriggja líkama vandamálið“, sem fékk Hugo-verðlaunin og verið er að gera eftir þætti fyrir Netflix.