— Brendan Hoffman/The New York Times
Febrúar Rússar réðust af alefli inn í Úkraínu 24. febrúar. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, setti herlög í landinu og fyrirskipaði herkvaðningu allra karla í landinu á aldrinum 18 til 60 ára. Um 13 milljónir Úkraínumanna flúðu landið eftir innrásina og þriðjungur landsmanna var á vergangi

Febrúar Rússar réðust af alefli inn í Úkraínu 24. febrúar. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, setti herlög í landinu og fyrirskipaði herkvaðningu allra karla í landinu á aldrinum 18 til 60 ára. Um 13 milljónir Úkraínumanna flúðu landið eftir innrásina og þriðjungur landsmanna var á vergangi. Þetta er mesti flóttamannavandi í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöld. Vladimír V. Pútín, forseti Rússlands, kallaði innrásina „sérstaka hernaðaraðgerð til að afvopna og afnasistavæða“ Úkraínu og var harðlega gagnrýndur víða um heim. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var samþykkt að fordæma innrásina og þess krafist að rússneski herinn drægi sig alfarið til baka. Stríðið hófst árið 2014 í héruðum Úkraínu við landamæri Rússlands. Alþjóðaglæpadómstóllinn hóf rannsókn á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni, sem framdir hefðu verið í Úkraínu síðan 2014. Á myndinni sést hvar úkraínskir sjálfboðaliðar fá afhent vopn í vopnabúri í Fastív í Úkraínu í febrúar.