— EHT Collaboration/National Science Foundation/Útbýtt fyrir milligöngu Reuters TPX Images of the Day
Maí Stjörnufræðingar náðu 12. maí fyrstu myndinni af ljósinu í kringum Sagittarius A*, gríðarstórt svarthol í miðri Vetrarbrautinni, um 27 þúsund ljósár frá jörðu. Svartholið fannst 1974, en ekki hefur áður verið hægt að staðfesta tilvist þess með sýnilegum hætti

Maí Stjörnufræðingar náðu 12. maí fyrstu myndinni af ljósinu í kringum Sagittarius A*, gríðarstórt svarthol í miðri Vetrarbrautinni, um 27 þúsund ljósár frá jörðu. Svartholið fannst 1974, en ekki hefur áður verið hægt að staðfesta tilvist þess með sýnilegum hætti. Stjörnufræðingar höfðu áður tekið eftir að stjörnur væru á braut í kringum ósýnilegt, gríðarstórt fyrirbæri, sem gaf til kynna að þar væri risasvarthol. Myndin var búin til í samstarfi vísindamanna sem nefnist Event Horizon Telecope Collaboration og snýst um að nota net kíkja til rannsókna. Sami hópur birti fyrstu mynd allra tíma af svartholi árið 2019. Það svarthol er 53 milljónir ljósára frá jörðu og 1.500 sinnum stærra en Sagittarius A*. Rannsóknarhópurinn er stöðugt að víkka út og efla samstarfið til að ná fleiri myndum af svartholum.