— Fredrik Sandberg/Agence France-Presse, gegnum Tt News Agency/AFP gegnum Getty Images
September Kosningabandalag hægri- og miðjuflokka tryggði sér nauman þriggja sæta meirihluta á sænska þinginu eftir kosningar, sem víða var grannt fylgst með, í september. Kosningabandalagið hafði betur en flokkur sósíaldemókrata og naut til þess…

September Kosningabandalag hægri- og miðjuflokka tryggði sér nauman þriggja sæta meirihluta á sænska þinginu eftir kosningar, sem víða var grannt fylgst með, í september. Kosningabandalagið hafði betur en flokkur sósíaldemókrata og naut til þess stuðnings Svíþjóðardemókrata, sem lögðu áherlu á andstöðu við innflytjendur og hafa verið litnir hornauga af öðrum flokkum í landinu. Úrslitin fleyttu Ulf Kristersson, leiðtoga hægri flokksins Moderaterna, í stól forsætisráðherra 17. október með 176 atkvæðum gegn 173. Kristersson hét hægri sveiflu í stefnu nýrrar stjórnar í innflytjenda-, glæpa- og orkumálum. Þjóðernishyggja setti líka mark sitt á kosningarnar á Ítalíu þar sem Giorgia Meloni og hægri flokkur hennar, Bræður Ítalíu, komust til valda. Þar léku innflytjendamál einnig stórt hlutverk í kosningabaráttunni.