Vivienne Westwood
Vivienne Westwood
Breski tískuhönnuðurinn Vivienne Westwood er látin, 81 árs að aldri. Frægðarsól hennar reis hratt á tímum pönkbylgjunnar í Bretlandi, á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hún gerði pönkútlitið að tískufyrirbæri

Breski tískuhönnuðurinn Vivienne Westwood er látin, 81 árs að aldri. Frægðarsól hennar reis hratt á tímum pönkbylgjunnar í Bretlandi, á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hún gerði pönkútlitið að tískufyrirbæri.

Westwood var sjálfmenntaður hönnuður sem fann sína leið með því að taka sundur og setja aftur saman notaðar flíkur af ýmsu tagi. Annar eiginmaður hennar, Malcolm McLaren, var umboðsmaður frægustu hljómsveitar pönkbylgjunnar, Sex Pistols, og sá hún um að velja föt á hljómsveitarmeðlimina. Ögrandi nálgun hennar rataði síðan inn í meginstrauminn og hefur Westwood notið vinsælda og virðingar fyrir hönnun sína, þrátt fyrir að hún hafi áfram notið þess að ögra viðteknum gildum í hönnun sem tali. Hún var öðluð af Bretadrottningu árið 2006.