— Olivier Douliery/AFP gegnum Getty Images
Apríl Elon Musk bauð 14. apríl um 44 milljarða dollara (rúmar sex billjónir króna) í félagsmiðlafyrirtækið Twitter. Stjórn Twitter samþykkti tilboðið, sem yrði til þess að fyrirtækið færi af markaði, einróma

Apríl Elon Musk bauð 14. apríl um 44 milljarða dollara (rúmar sex billjónir króna) í félagsmiðlafyrirtækið Twitter. Stjórn Twitter samþykkti tilboðið, sem yrði til þess að fyrirtækið færi af markaði, einróma. Musk lýsti yfir því að hann myndi hafa málfrelsisreglur í hávegum og sakaði Twitter um að hafa brugðist í þeim efnum. Hann gaf einnig í skyn að hann myndi bæta reiknirita eða algoritma Twitter til að útiloka rusltilkynningabotta og staðfesta alla notendur vefsins. 8. júlí tilkynnti Musk að hann hefði rift samkomulaginu vegna samningsbrots Twitter, sem hefði neitað að láta til skarar skríða til að uppræta reikninga rusltilkynningabotta. Í samningnum var riftunarákvæði upp á einn milljarð dollara. Twitter höfðaði mál á hendur Musk. 4. október tilkynnti Musk að hann myndi kaupa Twitter fyrir þá upphæð sem hann bauð og hófust þá samningar á ný.