Desember Með metframleiðslu á vind- og sólarorku tókst að draga úr áhrifum orkukreppunnar í Evrópu. Kreppan orsakaðist af því að Rússar drógu úr framboði á ódýru, náttúrulegu gasi eftir að þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar. Í Evrópu var einnig aukinn innflutningur á gasi frá Noregi og Norður-Afríku. Einnig var flutt inn gas í flutningaskipum, einkum frá Bandaríkjunum. Þessar tilraunir til að draga úr því hvað Evrópa er háð rússnesku gasi hafa dugað til að koma á jafnvægi í bili. Í álfunni er þó mikið undir að tryggja aðrar orkulindir og hefur verð á gasi og rafmagni náð sögulegum hæðum. Óttast er að það ásamt stjórnlausri verðbólgu gæti grafið undan stuðningi í Evrópu við að verja Úkraínu gegn Rússum. Sérfræðingar hafa áhyggjur af að áframhaldandi óvissa í orkumálum gæti orðið til þess að menn neyðist til að skera niður framleiðslu í orkufrekum iðngreinum. Á myndinni sjást vindmyllur í hafnarborginni Eemshaven í Hollandi.