Október Xi Jinping, leiðtogi Kína, tryggði sér þriðja kjörtímabilið í forustu Kínverska kommúnistaflokksins á 20. þjóðþingi flokksins 16. október. Fundurinn stóð í viku og greindi Xi frá því á hvað hann hygðist leggja áherslu. Nefndi þjóðaröryggi, tilkallið til Taívans samkvæmt stefnunni um „eitt Kína“, mikilvægi þess að verjast vestrænum ógnunum og áherslu á að stöðva kórónuveirusmit í fæðingu. Einnig tryggði hann flokksfélögum, sem honum eru hollir, sæti í fastanefnd stjórnmálaráðs flokksins. Í fyrsta skipti í marga áratugi var engin kona skipuð í neina af mikilvægustu forustustöðunum. Á myndinni heilsar Xi viðstöddum við setningarathöfn flokksþingsins.