Ulf Kristersson
Ulf Kristersson
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að Svíar hefðu staðið við allt sem þeir hefðu heitið Tyrkjum vegna aðildarumsóknar sinnar í Atlantshafsbandalagið, en að Tyrkir hefðu jafnframt gert kröfur sem Svíar gætu alls ekki komið til móts við

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að Svíar hefðu staðið við allt sem þeir hefðu heitið Tyrkjum vegna aðildarumsóknar sinnar í Atlantshafsbandalagið, en að Tyrkir hefðu jafnframt gert kröfur sem Svíar gætu alls ekki komið til móts við.

Kristersson lét ummæli sín falla á ráðstefnu um varnarmál sem haldin var í Svíþjóð í gær. Sagðist hann jafnframt sannfærður um að Tyrkir myndu brátt taka ákvörðun, en ekki væri vitað hvenær. Gæti það oltið á innanríkisstjórnmálum Tyrklands.

Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, sagði í gær að Finnar myndu bíða með inngöngu þar til Svíar fengju einnig samþykki allra aðildarríkja.