Fjölnir Sæmundsson
Fjölnir Sæmundsson
Viðhorfsbreytinga er þörf svo að lögreglan geti fengið meira svigrúm til að bregðast við breyttum veruleika í íslensku samfélagi. Þetta segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið

Viðhorfsbreytinga er þörf svo að lögreglan geti fengið meira svigrúm til að bregðast við breyttum veruleika í íslensku samfélagi. Þetta segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið.

Fjölnir segir að hann fagni því að heimila eigi rafvarnarvopn, þar sem þau eigi að gera auðveldara að handtaka eða yfirbuga fólk. Segir Fjölnir að rannsóknir og reynsla frá öðrum ríkjum, líkt og Bretlandi, bendi til þess að í 80% tilvika dugi viðvörun lögreglumanns um að hann sé með rafvarnarvopn til þess að sá sem þarf að yfirbuga gefist upp. „Og það er ekki svo að lögreglan muni beita þessu verkfæri daglega, til dæmis gagnvart friðsömum mótmælendum á Austurvelli,“ segir Fjölnir. » 10