Norður ♠ ÁK85 ♥ D543 ♦ 72 ♣ Á109 Vestur ♠ 93 ♥ K6 ♦ ÁK105 ♣ DG762 Austur ♠ 10764 ♥ 2 ♦ DG8643 ♣ K8 Suður ♠ DG2 ♥ ÁG10987 ♦ 9 ♣ 543 Suður spilar 4♥

Norður

♠ ÁK85

♥ D543

♦ 72

♣ Á109

Vestur

♠ 93

♥ K6

♦ ÁK105

♣ DG762

Austur

♠ 10764

♥ 2

♦ DG8643

♣ K8

Suður

♠ DG2

♥ ÁG10987

♦ 9

♣ 543

Suður spilar 4♥.

Tvær samskiptareglur eru ómissandi í vörn: viðhorfsreglan (kall eða frávísun í sama lit) og hliðarkall (vísun til hliðar). Venjulega gildir bara önnur reglan í einu – til dæmis viðhorf í fyrsta slag og hliðarvísun í öðrum slag – en á því eru nokkrar undantekningar. Ein er sú þegar opnað er á veikum tveimur eða þremur.

Lítum á dæmi frá jólamóti BR. Austur opnar á veikum 2♦, suður segir 2♥, vestur 3♦ og norður 4♥. Allir pass og tígulás út. Til að ná spilinu niður verður vestur að skipta yfir í lítið lauf, strax í öðrum slag. En er eitthvert vit í því? Varla – nema AV noti „þriggja-lita-kall“ eftir opnun á hindrun. Þá getur austur kallað til hliðar með háu eða lágu spili, en beðið um litinn áfram með millispili. Í þessu tilfelli pantar austur lauf með tígulþristinum.

Allt er þegar þrennt er.