Ostur Aukin neysla Íslendinga og fjölgun ferðafólks hefur áhrif.
Ostur Aukin neysla Íslendinga og fjölgun ferðafólks hefur áhrif. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sala á íslenskum ostum jókst verulega á nýliðnu ári, miðað við árin á undan. Einnig seldust bragðbættir mjólkurdrykkir vel, þar á meðal próteindrykkir eins og Hleðsla og gamla góða kókómjólkin. Þrátt fyrir allar breytingar í neyslu mjólkurafurða er…

Sala á íslenskum ostum jókst verulega á nýliðnu ári, miðað við árin á undan. Einnig seldust bragðbættir mjólkurdrykkir vel, þar á meðal próteindrykkir eins og Hleðsla og gamla góða kókómjólkin. Þrátt fyrir allar breytingar í neyslu mjólkurafurða er nýmjólkin í bláu og hvítu fernunum langsöluhæsti mjólkurdrykkurinn og íslenskt smjör selst meira en nokkru sinni áður.

Árið var sannarlega gott söluár fyrir Mjólkursamsöluna og íslenska kúabændur. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri MS, segir að stór hluti af aukningunni stafi af því að ferðafólk fór að koma aftur til landsins í stórum stíl.

Ferskur í sókn

Mesta aukningin í sölu á ostum á síðasta ári var í ferskum mozzarella-osti. Aðalsteinn segir að hann sé í tísku núna. Fólk noti hann mikið á pizzur og í margskonar matargerð, í staðinn fyrir hinn hefðbundna mozzarella-ost. Segir hann að rekja megi aukna sölu á osti bæði til almenna markaðarins hér heima og fjölgunar erlendra ferðamanna. Það síðarnefnda sjáist á aukinni sölu osta til hótela og veitingastaða. » 6