40 ára Hafdís ólst upp á Grundarfirði en býr á Akranesi. Hún er grunnskólakennari og kjólaklæðskeri að mennt og kennir við Brekkubæjarskóla á Akranesi. „Ég hef mjög gaman af því að ferðast, baka og elska gæðastundir með fjölskyldu og vinum

40 ára Hafdís ólst upp á Grundarfirði en býr á Akranesi. Hún er grunnskólakennari og kjólaklæðskeri að mennt og kennir við Brekkubæjarskóla á Akranesi. „Ég hef mjög gaman af því að ferðast, baka og elska gæðastundir með fjölskyldu og vinum. Svo byrjaði ég loksins í golfi síðasta sumar.“


Fjölskylda Eiginmaður Hafdísar er Elinbergur Sveinsson f. 1982, starfar sem grunnskólakennari í Brekkubæjarskóla og þjálfar 3. flokk karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Synir þeirra eru Bergur Breki, f. 2004, Sveinn Þór, f. 2008 og Indriði, f. 2016. Foreldrar Hafdísar eru hjónin Bergur Garðarsson, f. 1957, fv. skipstjóri, og Margrét A. Frímannsdóttir, f. 1958, starfar hjá Ritari.is. Þau eru búsett á Akranesi.