Systurnar Brynja Mary og Sara Victoria, sem kalla sig Eyjaa, munu taka þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku 11. febrúar en framlag þeirra til keppninnar, lagið I Was Gonna Marry Him, kom út í gær
Systurnar Brynja Mary og Sara Victoria, sem kalla sig Eyjaa, munu taka þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku 11. febrúar en framlag þeirra til keppninnar, lagið I Was Gonna Marry Him, kom út í gær. Framlag Eyjaa til dönsku söngvakeppninnar er samið af sama teymi og samdi lagið Only Teardrops með Emmelie de Forest sem vann Eurovision 2013. Lagið er eitt af átta lögum sem taka þátt í keppninni en sama kvöld verður skorið úr um hvert laganna verður framlag Danmerkur í Eurovision.