„Nú þegar rannsókn lögreglu er á lokastigi, get ég þó upplýst að niðurstaða dómskvaddra matsmanna í málunum er að sjúklingarnir hafi allir látist af náttúrulegum orsökum,“ skrifar Skúli Tómas Gunnlaugsson, fyrrverandi yfirlæknir á sjúkrasviði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, á Facebook-síðu sína, en honum er gefið að sök að hafa sett sjúklinga í tilefnislausar lífslokameðferðir.
Skúli segist ekki hafa tjáð sig um málið fyrr vegna þagnarskyldu. „Við höfum þurft að heyja okkar baráttu í kyrrþey vegna þagnarskyldu og þurft að sitja undir ótrúlegustu ásökunum á opinberum vettvangi.“