Eyjamaður Elliði Snær Viðarsson í færi í Scandinavium-höllinni í Gautaborg í gærkvöldi. Hann var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Svíþjóð.
Eyjamaður Elliði Snær Viðarsson í færi í Scandinavium-höllinni í Gautaborg í gærkvöldi. Hann var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Svíþjóð. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Það er augljóst. Þetta var færanýtingin eða Palicka, eða hvernig sem maður vill orða það,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, Eyjamaðurinn í íslenska landsliðinu í handbolta, um það sem mátti betur fara í tapinu gegn Svíþjóð í milliriðli HM í gær

„Það er augljóst. Þetta var færanýtingin eða Palicka, eða hvernig sem maður vill orða það,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, Eyjamaðurinn í íslenska landsliðinu í handbolta, um það sem mátti betur fara í tapinu gegn Svíþjóð í milliriðli HM í gær.

Andreas Palicka átti stórleik í sænska markinu og varði hvað eftir annað úr glæsilgum færum, m.a. frá Elliða, sem var svekktur með sjálfan sig.

„Ég hefði klárlega átt að gera betur á móti honum, það er alltaf þannig þegar maður klikkar. Hann var frábær og eiginlega allt sem hann varði var úr dauðafærum. Hann klárar leikinn. Mér fannst við eiga að vinna þennan leik, en við klikkuðum á dauðafærunum.“

Mögnuð stemning var á leiknum og 12.000 áhorfendur troðfylltu Scandinavium-höllina í Gautaborg. „Það var geggjað og það er rosalega leiðinlegt að geta ekki gefið Íslendingum sigur,“ sagði Elliði Snær.