Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Hönnunarsafni Íslands í gær. Annars vegar er það sýning á fallegustu bókum í heimi samkvæmt niðurstöðum keppninnar Best Book Design from all over the World. Fjórtán bækur voru verðlaunaðar og eru þær sýndar á…

Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Hönnunarsafni Íslands í gær. Annars vegar er það sýning á fallegustu bókum í heimi samkvæmt niðurstöðum keppninnar Best Book Design from all over the World. Fjórtán bækur voru verðlaunaðar og eru þær sýndar á sýningunni sem er haldin í samstarfi við FÍT, félag íslenskra teiknara.

Hins vegar er það sýning á verkum Ödu Stanczak keramikhönnuðar sem mun vinna verk sín á staðnum. Því geta gestir fylgst með tilraunum, vöruþróun og gerð verka hennar frá upphafi að fullgerðri vöru.