Drjúgur Eric Ayala skoraði 27 stig fyrir Keflvíkinga í gærkvöld.
Drjúgur Eric Ayala skoraði 27 stig fyrir Keflvíkinga í gærkvöld. — Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
Keflvíkingar unnu yfirburðasigur á Stjörnunni, 115:87, þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Keflavík í gærkvöld. Þeim tókst þar með að hefna fyrir ósigurinn gegn Garðabæjarliðinu í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum

Keflvíkingar unnu yfirburðasigur á Stjörnunni, 115:87, þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Keflavík í gærkvöld. Þeim tókst þar með að hefna fyrir ósigurinn gegn Garðabæjarliðinu í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum.

Keflvíkingar eru þá komnir með 20 stig og eru í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Valsmönnum. Garðbæingar sitja eftir með 10 stig í áttunda sætinu.

Keflavík stakk af í öðrum leikhluta og breytti stöðunni úr 26:22 í 56:35. Í seinni hálfleik átti Stjarnan aldrei möguleika og heimamenn fóru yfir 100 stigin löngu fyrir leikslok.

Eric Ayala skoraði 27 stig fyrir Keflavík, David Okeke skoraði 24 og tók 14 fráköst, og þá átti Hörður Axel Vilhjálmsson 13 stoðsendingar auk þess að skora 10 stig.

Niels Gutenius skoraði 15 stig fyrir Stjörnuna, Dagur Kár Jónsson og Adama Darboe 14 hvor.

Sannfærandi hjá Val

Valsmenn unnu líka mjög sannfærandi sigur í gærkvöld þegar þeir tóku á móti Grindvíkingum á Hlíðarenda í kvöld, 92:67.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta þar sem staðan var 20:19, Valsmönnum í hag, gáfu þeir í á lokakafla annars leikhluta og voru yfir í hálfleik, 47:34. Svipaður munur var eftir þriðja leikhluta, 63:51, en Valsmenn stungu endanlega af í þeim fjórða.