Styrjöld Úr Im Westen nichts Neues sem sýnd er á Netflix.
Styrjöld Úr Im Westen nichts Neues sem sýnd er á Netflix.
Kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vestur­vígstöðvunum, sem framleidd er af Netflix og sýnd á veitunni, hlýtur flestar tilnefningar til hinna bresku Bafta-verðlauna í ár eða 14 talsins

Kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vestur­vígstöðvunum, sem framleidd er af Netflix og sýnd á veitunni, hlýtur flestar tilnefningar til hinna bresku Bafta-verðlauna í ár eða 14 talsins. Næst henni koma kvikmyndirnar Everything Everywhere All At Once og The Banshees of Inisherin með tíu tilnefningar hvor. Elvis hlýtur níu tilnefningar og Tár fimm og fjórar kvikmyndirnar Aftersun, The Batman, Top Gun: Maverick, The Whale og Good Luck to You, Leo Grande.

Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum er þýsk og nýjasta kvikmyndaaðlögunin á víðfrægri skáldsögu Eric Maria Remarque frá árinu 1928 sem er hörð ádeila á stríð og stríðsrekstur og fjallar um unga menn sem halda glaðbeittir í fremstu víglínu og falla hver af öðrum á blóðvöllum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hefur engin kvikmynd hlotið svo margar tilnefningar til Bafta frá því The King's Speech hlaut jafnmargar árið 2011. Sú mynd á öðru máli en ensku sem síðast hlaut svo margar Bafta-tilnefningar var Crouching Tiger Hidden Dragon árið 2001.

Í frétt BBC um tilnefningarnar kemur fram að 45 kvikmyndir séu tilnefndar að þessu sinni til Bafta og er þá litið til allra verðlaunaflokka. Tilnefndir leikarar og leikkonur eru m.a. Cate Blanchett, Emma Thompson, ­Colin­ Farrell, Michelle Yeoh, Eddie Redmayne og Viola Davis.

Bafta-verðlaunin verða afhent 19. febrúar í London og verður sýnt frá þeim beint á BBC.