Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr heldur tónleika á Sígildum sunnudögum í Hörpu á morgun kl. 16. Á efnisskránni er oktett eftir Stravinskíj og sinfóníetta eftir Joachim Raff og fær Hnúkaþeyr til liðs við sig nokkra góða félaga við flutning verkanna

Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr heldur tónleika á Sígildum sunnudögum í Hörpu á morgun kl. 16. Á efnisskránni er oktett eftir Stravinskíj og sinfóníetta eftir Joachim Raff og fær Hnúkaþeyr til liðs við sig nokkra góða félaga við flutning verkanna. Blásaraoktettinn var stofnaður árið 2003 og verður 20 ára á þessu ári en hann er hefðinni samkvæmt skipaður tveimur óbóum, tveimur klarinettum, tveimur hornum og tveimur fagottum. Miðar fást á tix.is og harpa.is.