Skoraði Kristján Jóhannesson með pökkinn í leiknum í gærkvöld.
Skoraði Kristján Jóhannesson með pökkinn í leiknum í gærkvöld. — Ljósmynd/Hafsteinn Snær
Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í íshokkí töpuðu fyrir Kínverjum í Skautahöllinni í Laugardal í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í þessum aldursflokki, 5:2, í gærkvöld. Kristján Jóhannesson og Hákon Magnússon skoruðu mörk Íslands og minnkuðu muninn í 3:1 og 4:2

Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í íshokkí töpuðu fyrir Kínverjum í Skautahöllinni í Laugardal í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í þessum aldursflokki, 5:2, í gærkvöld. Kristján Jóhannesson og Hákon Magnússon skoruðu mörk Íslands og minnkuðu muninn í 3:1 og 4:2. Fyrir lokaumferðina á morgun er Kína með 11 stig, Belgía 10 og Serbía 9, Ísland 3, Taívan 3 og Mexíkó ekkert. Ísland mætir Mexíkó í síðasta leik mótsins.