— Morgunblaðið/Eggert
Fyrsti dagur þorra var haldinn hátíðlegur í Múlakaffi í gær og í hádeginu var troðfullt og karlar í miklum meirihluta. Ylfa Rós Þorleifsdóttir, mannauðs- og sölustjóri, segir hádegið í Múlakaffi mikið karlavígi, en þá fjölmenna karlmenn sem vinna í…

Fyrsti dagur þorra var haldinn hátíðlegur í Múlakaffi í gær og í hádeginu var troðfullt og karlar í miklum meirihluta. Ylfa Rós Þorleifsdóttir, mannauðs- og sölustjóri, segir hádegið í Múlakaffi mikið karlavígi, en þá fjölmenna karlmenn sem vinna í nágrenninu á staðinn til að fá staðgóða næringu upp á gamla móðinn. „Það koma margir karlahópar til okkar í hádeginu og það er alltaf mikið hlegið hér,“ segir Ylfa sem segir karlpeninginn alveg yndislega kúnna. Hún segir að af þorramatnum sé alltaf mikil eftirspurn eftir hákarlinum en allir réttir séu vinsælir, sviðasultan alltaf klassísk og síðan bæði súr- og nýmetið vinsælt. „Það er búið að vera brjálað að gera en við sjáum um mörg þorrablót og m.a. stærsta blót í heimi í Kórnum í Kópavogi.“