Fyrirmynd Hildur fyrir framan ofið verk sitt af Huldu skáldkonu.
Fyrirmynd Hildur fyrir framan ofið verk sitt af Huldu skáldkonu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málþing í tengslum við yfirlits­sýningu á verkum Hildar Hákon­ardóttur, Rauður þráður, verður haldið á Kjarvalsstöðum í dag kl. 13-16. Sýningin var opnuð fyrir viku og er nauðsynlegt að skrá sig á málþingið á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur

Málþing í tengslum við yfirlits­sýningu á verkum Hildar Hákon­ardóttur, Rauður þráður, verður haldið á Kjarvalsstöðum í dag kl. 13-16. Sýningin var opnuð fyrir viku og er nauðsynlegt að skrá sig á málþingið á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur.

Hildur Hákonardóttir hefur á löngum ferli tekið á málefnum samtíma síns og kynjapólitík, eins og segir í tilkynningu og nýtt til þess fjölbreytta miðla en þó mest vefnað. Á sýningunni er veitt innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir í gegnum tíðina sem eru samofnar þeim málefnum sem eru efst á baugi í samtíma okkar, einkum umhverfis- og jafnréttismálum, eins og því er lýst.

Málþingið fer fram í fundarsal Kjarvalsstaða og flytur lykilerindið Sigrún Inga Hrólfsdóttir, myndlistarmaður og sýningarstjóri sýningarinnar en hún er einnig höfundur fræðigreinar um Hildi í sýningarskrá. Einnig flytja erindi Æsa Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri og dósent í listfræði við HÍ, Unnar Örn Auðarson myndlistarmaður, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, sérfræðingur á sviði textíls og vefnaðar, og Guðmundur Oddur Magnússon/Goddur, grafískur hönnuður.