Góð húfa er gulli betri, segir máltækið. Það vissu Hektorsmenn upp á hár.
Góð húfa er gulli betri, segir máltækið. Það vissu Hektorsmenn upp á hár. — Morgunblaðið/RAX
Stórmerkilega afmælisfrétt var að finna í Morgunblaðinu fyrir réttum 70 árum. „Í dag 22. þ. m., eru 15 ár liðin síðan húfuverksmiðjan Hektor á Ísafirði hóf starfsemi sína. Stofnendur verksmiðjunnar voru þau systkinin Sigríður Jónsdóttir kaupkona og Kristján H

Stórmerkilega afmælisfrétt var að finna í Morgunblaðinu fyrir réttum 70 árum. „Í dag 22. þ. m., eru 15 ár liðin síðan húfuverksmiðjan Hektor á Ísafirði hóf starfsemi sína. Stofnendur verksmiðjunnar voru þau systkinin Sigríður Jónsdóttir kaupkona og Kristján H. Jónsson yftirhafnsögumaður á Ísafiröi, og hafa þau rekið fyrirtækið óslitið síðan 20. júní 1937.“

Fram kom að Guðrún Stefánsdóttir hefði farið á vegum verksmiðjunnar til Lundúna, þar sem hún lærði húfusaum og pantaði vélar til starfseminnar. Stjórnaði Guðrún vinnu í fyrirtækinu þar til er hún lést, 25. apríl 1945.

„Áður en verksmiðjan Hektor hóf starfsemi sína, voru allar karlmannshúfur fluttar til landsins frá Englandi, en framleiðsluvörur verksmiðjunnar stóðust strax fyllilega samanburð við erlendar húfur og hefir hún á þessu tímabili selt um 250 þúsund húfur.“

Á þessum tíma unnu sex stúlkur hjá fyrirtækinu, en þegar verksmiðjan vann með fullum afköstum gátu 12 stúlkur unnið þar.