Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson
Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til áfram­hald­andi for­mennsku í stétt­ar­fé­laginu í kjöri sem fer fram í mars. Ragnar greindi frá þessu á Face­book-síðu sinni í gær. „Þrátt fyr­ir nei­kvæða umræðu um verka­lýðshreyf­ing­una stend­ur VR ákaf­lega vel

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til áfram­hald­andi for­mennsku í stétt­ar­fé­laginu í kjöri sem fer fram í mars.

Ragnar greindi frá þessu á Face­book-síðu sinni í gær.

„Þrátt fyr­ir nei­kvæða umræðu um verka­lýðshreyf­ing­una stend­ur VR ákaf­lega vel. Starf stjórn­ar og skrif­stofu VR hef­ur verið framúrsk­ar­andi gott og ein­kennst af mik­illi sam­heldni og virðingu,“ skrif­ar Ragn­ar og bætir við að fé­lagið muni halda áfram þeirri góðu vinnu sem unn­in hafi verið til að koma bet­ur til móts við breyt­ing­ar á vinnu­markaði og misjafnar þarf­ir ólíkra hópa.