Valur Adam Ægir Pálsson lagði upp 13 mörk á síðasta tímabili.
Valur Adam Ægir Pálsson lagði upp 13 mörk á síðasta tímabili. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson gekk í gær til liðs við Valsmenn sem keyptu hann af Víkingi. Adam, sem er 24 ára kantmaður, varð tvöfaldur meistari með Víkingi 2021 en var í láni hjá Keflavík á síðasta ári

Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson gekk í gær til liðs við Valsmenn sem keyptu hann af Víkingi. Adam, sem er 24 ára kantmaður, varð tvöfaldur meistari með Víkingi 2021 en var í láni hjá Keflavík á síðasta ári. Þar átti hann frábært tímabil, varð stoðsendingakóngur Bestu deildarinnar með 13 slíkar, auk þess að skora sjö mörk fyrir Keflvíkinga í deildinni. Adam hefur einnig leikið með Víðismönnum og Selfyssingum.