Davíð Stefánsson fæddist 21. janúar 1895 í Fagraskógi við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson, f. 1863, d. 1925, bóndi og alþingismaður, og Ragnheiður Davíðsdóttir, f. 1864, d. 1937

Davíð Stefánsson fæddist 21. janúar 1895 í Fagraskógi við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson, f. 1863, d. 1925, bóndi og alþingismaður, og Ragnheiður Davíðsdóttir, f. 1864, d. 1937. Davíð lauk stúdentsprófi frá MR 1919 og lærði næsta vetur heimspeki við HÍ.

Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út 1919. Hún sló í gegn og hlaut lofsamlega dóma. Eftir útkomu bókarinnar varð Davíð eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar.

Ljóðabækur Davíðs, auk Svartra fjaðra, voru Kvæði, 1922, Kveðjur, 1924, Ný kvæði, 1929, Í byggðum, 1933, Að norðan, 1936, Ný kvæðabók, 1947, Ljóð frá liðnu sumri, 1956 og Í dögun, 1960. Að auki kom út ljóðabókin Síðustu ljóð, að honum látnum. Hann skrifaði einnig m.a. leikritið Gullna hliðið og skáldsöguna Sólon Íslandus, sem er um Sólon Íslandus.

Davíð var bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri 1925-1951.

Árið 1955 var Davíð útnefndur heiðursborgari Akureyrar. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Davíð lést 1. mars 1964.