Sálufélagar Það er gömul saga og ný að hljómsveitir reki og ráði söngvara. Sumar ráða svo gamla söngvarann aftur. Þýska sprettmálmbandið Helloween fór óvenjulega leið árið 2016, því þegar það endurréð gamla söngvarann, Michael Kiske, eftir 13 ára hlé, þá hélt það hinum söngvaranum líka, Andi Deris

Sálufélagar Það er gömul saga og ný að hljómsveitir reki og ráði söngvara. Sumar ráða svo gamla söngvarann aftur. Þýska sprettmálmbandið Helloween fór óvenjulega leið árið 2016, því þegar það endurréð gamla söngvarann, Michael Kiske, eftir 13 ára hlé, þá hélt það hinum söngvaranum líka, Andi Deris. Síðan hafa þeir sungið saman. Deris tjáði málmgagninu El Cuartel Del Metal á dögunum að þetta fyrirkomulag svínvirkaði. Eina eftirsjáin væri sú að þeir félagar hefðu ekki kynnst áratugum fyrr. Svo vel kemur þeim víst saman.