Mosfellsbær Rasmus Christiansen leikur með Aftureldingu í ár.
Mosfellsbær Rasmus Christiansen leikur með Aftureldingu í ár. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Rasmus Christiansen, danski knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið hér á landi nær óslitið frá 2010, er genginn til liðs við Aftureldingu og leikur með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili. Rasmus, sem er 33 ára miðvörður, hefur leikið með Val…

Rasmus Christiansen, danski knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið hér á landi nær óslitið frá 2010, er genginn til liðs við Aftureldingu og leikur með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili. Rasmus, sem er 33 ára miðvörður, hefur leikið með Val undanfarin sjö ár, þar sem hann hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari, en einnig með Fjölni, KR og ÍBV. Rasmus hefur leikið 172 leiki í efstu deild hér á landi.