Norður ♠ D10765 ♥ 764 ♦ 6 ♣ KG105 Vestur ♠ G32 ♥ 105 ♦ ÁKD ♣ D742 Austur ♠ ÁK984 ♥ ÁG ♦ 1074 ♣ 963 Suður ♠ -- ♥ KD983 ♦ G98532 ♣ Á8 Suður spilar 4♥

Norður

♠ D10765

♥ 764

♦ 6

♣ KG105

Vestur

♠ G32

♥ 105

♦ ÁKD

♣ D742

Austur

♠ ÁK984

♥ ÁG

♦ 1074

♣ 963

Suður

♠ --

♥ KD983

♦ G98532

♣ Á8

Suður spilar 4♥.

„Er Gölturinn ennþá lasinn? Hann hefði haft gaman af þessu spili.“ Fuglarnir voru hálfumkomulausir án Galtarins. Þeir kunnu svo sem vel til verka en skorti sjálfstraust til að kveða upp sleggjudóma. Þar var Gölturinn á heimavelli. Umrætt spil var frá úrslitaleik Ísraelsmanna, sem Magnús hafði fylgst með á BBO.

Sagnir byrjuðu eins á báðum borðum: 1♥ í suður, 2♥ í norður og innákoma á 2♠ í austur. Hér skildi leiðir. Á öðru borðinu hækkaði suður í 3♥ og vestur stökk í 4♠. Dobl og tveir niður. Hinn suðurspilarinn sagði 3♦ við 2♠. Ætlaði að hafa makker með í ráðum. Þá opnaðist glufa fyrir vestur að gefa geimáskorun með 3♥. Austur hafnaði boðinu með 3♠ og suður sagði 4♥. Allir pass og TROMP út, sem er nákvæmlega eina útspilið sem hnekkir geiminu.

„Er þetta ekki það sem Gölturinn kallar búlúlala – að hlusta á sjálfan sig tala?“