Frasier verður ekki geðlæknir í útvarpi í nýju þáttunum.
Frasier verður ekki geðlæknir í útvarpi í nýju þáttunum. — NBC/Justin Lubin
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nú liggur fyrir að Kelsey Grammer verður eini leikarinn sem snýr aftur þegar sýningar hefjast að nýju á einum vinsælasta gamanmyndaflokki sjónvarpssögunnar, Frasier, síðar á þessu ári. Gamlir aðdáendur þáttanna höfðu bundið vonir við að Peri Gilpin, …

Nú liggur fyrir að Kelsey Grammer verður eini leikarinn sem snýr aftur þegar sýningar hefjast að nýju á einum vinsælasta gamanmyndaflokki sjónvarpssögunnar, Frasier, síðar á þessu ári. Gamlir aðdáendur þáttanna höfðu bundið vonir við að Peri Gilpin, sem lék Roz, Jane Leeves, sem fór með hlutverk Daphne og David Hyde Pierce, sem lék Niles, yrðu aftur með en þau verða öll fjarri góðu gamni. John Mahoney, sem lék föður Frasiers, er látinn. Eins Moose sem lék hundinn geðþekka, Eddie.

Í stað þess að fara í gamla örugga farið hafa framleiðendur þáttanna sumsé ákveðið að setja Frasier karlinn í flunkunýjar aðstæður með allt öðru fólki. Það hefur svo sem verið gert áður, en Frasier fór létt með að færa sig af knæpunni Staupasteini yfir í útvarpið í Seattle á sinni tíð. Enginn skyldi því afskrifa kappann fyrirfram. Grammer hefur þess utan sitthvað að sanna eftir mögur ár í sjónvarpinu að undanförnu.