Hrönn Kristinsdóttir
Hrönn Kristinsdóttir
Hrönn Kristinsdóttir hefur verið ráðin í starf listræns stjórnanda kvikmyndahátíðarinnar Stockfish og mun með Carolinu Salas, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, þróa Stockfish sem gott rými fyrir samtal greinarinnar á opnum og faglegum nótum, eins og segir í tilkynningu

Hrönn Kristinsdóttir hefur verið ráðin í starf listræns stjórnanda kvikmyndahátíðarinnar Stockfish og mun með Carolinu Salas, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, þróa Stockfish sem gott rými fyrir samtal greinarinnar á opnum og faglegum nótum, eins og segir í tilkynningu. Á hátíðin að vera vettvangur sem ýtir undir áhorf og umræðu um fjölbreytta og fjölþjóðlega nýsköpun í kvikmyndagerð og gera hana aðgengilega almenningi. „Stockfish er hátíð sem opnar tækifæri fyrir fagfólk bæði hér- og erlendis. Áhersla er lögð á að fagmennska, gagnsæi og lýðræði séu í hávegum höfð í starfsemi hátíðarinnar,“ segir í tilkynningu. Stockfish verður haldin 23. mars til 2. apríl í Bíó Paradís og verða 25 myndir á dagskrá. Þá verða í fyrsta sinn veitt heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til kvikmyndaiðnaðarins.