Könnuður Jessica Auer hefur ferðast í fimm ár um Ísland og tekið myndir.
Könnuður Jessica Auer hefur ferðast í fimm ár um Ísland og tekið myndir.
Ljósmyndir úr myndaröð myndlistarkonunnar Jessicu Auer, Horft til norðurs, verða sýndar í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði frá 23. janúar til 2. apríl. Röðin var fyrst sýnd sem aðalsýning á Þjóðminjasafni Íslands árið 2020

Ljósmyndir úr myndaröð myndlistarkonunnar Jessicu Auer, Horft til norðurs, verða sýndar í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði frá 23. janúar til 2. apríl. Röðin var fyrst sýnd sem aðalsýning á Þjóðminjasafni Íslands árið 2020.

Auer er frá Québec í Kanada og flutti til Seyðisfjarðar þegar ferðamannabylgjan á Íslandi var að ná hámarki, að því er fram kemur í tilkynningu. Hún bjó þá í aflögðu frystihúsi í bænum.

Myndaröðin er afrakstur fimm ára ferðalaga hennar um Ísland, kynna hennar af ferðamönnum og nánum athugunum hennar á nærumhverfi nýrra heimkynna sinna, eins og því er lýst. Myndirnar sýna ferðamenn andspænis hinu náttúrulega umhverfi.

Sýningin og listamannaspjall á fimmtudag, 26. janúar, kl. 17, tengjast sýningu Jessicu, Landvörður, sem opnuð verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum eftir slétta viku, laugardaginn 28. janúar.