Harrison Ford kann vel við sig á skjánum.
Harrison Ford kann vel við sig á skjánum. — AFP/Robyn Beck
Hreinskilni Þangað til fyrir nokkrum vikum hafði Harrison Ford aldrei verið í burðarhlutverki í sjónvarpsmyndaflokki en nú getur hann ekki hætt. Fyrst kom 1923, sem sjá má í Sjónvarpi Símans Premium, og næst eru það gamanþættirnir Shrinking sem frumsýndir verða á AppleTV+ um næstu helgi

Hreinskilni Þangað til fyrir nokkrum vikum hafði Harrison Ford aldrei verið í burðarhlutverki í sjónvarpsmyndaflokki en nú getur hann ekki hætt. Fyrst kom 1923, sem sjá má í Sjónvarpi Símans Premium, og næst eru það gamanþættirnir Shrinking sem frumsýndir verða á AppleTV+ um næstu helgi. Þar leikur okkar maður sálfræðing og læriföður aðalpersónunnar sem Jason Segal leikur. Sá er víst minna fyrir að spyrja skjólstæðinga sína spurninga, heldur vindur sér bara beint í að segja þeim hvað ami að þeim. Tæpitungulaust. Segal er sjálfur höfundur þáttanna ásamt Bill Lawrence og Brett Goldstein sem skrifa m.a. Ted Lasso.