Bókunarstjóri Sindri Ástmarsson tók við verðlaunum Iceland Airwaves.
Bókunarstjóri Sindri Ástmarsson tók við verðlaunum Iceland Airwaves. — Morgunblaðið/Eggert
Tónlistarhátíðin Iceland Airwav­es hlaut á miðvikudaginn, 18. janúar, verðlaun sem besta innihátíðin á Evrópsku hátíðarverðlaununum, European Festival Awards, í Groningen í Hollandi. Iceland Airwaves var haldin í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé…

Tónlistarhátíðin Iceland Airwav­es hlaut á miðvikudaginn, 18. janúar, verðlaun sem besta innihátíðin á Evrópsku hátíðarverðlaununum, European Festival Awards, í Groningen í Hollandi. Iceland Airwaves var haldin í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé sökum Covid og var uppselt og fjallað um hátíðina í mörgum erlendum fjölmiðlum og þá með jákvæðum hætti, m.a. í NME, The Independent og The Rolling Stone.

Tilnefningar fyrir bestu hátíðina fóru fram í opinni kosningu og voru vinningshafar svo valdir af fagráði úr tólistargeiranum, að því er fram kemur í tilkynninngu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Verðlaunaafhending fór fram á hátíðinni Eurosonic Noorderslag og tók Sindri Ástmarsson, bókunarstjóri Iceland Airwaves, við verðlaununum.