Leif­ar af flug­eld­um fund­ust í bruna­rúst­um raf­bíls sem kviknaði í í fyrrakvöld í bíla­stæðahús­inu við Þing­holts­stræti í Reykja­vík. Um­merk­in benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða

Leif­ar af flug­eld­um fund­ust í bruna­rúst­um raf­bíls sem kviknaði í í fyrrakvöld í bíla­stæðahús­inu við Þing­holts­stræti í Reykja­vík. Um­merk­in benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.

Þetta staðfest­i vakt­haf­andi varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu við mbl.is í gær. Rafn Hilm­ar Guðmunds­son aðal­varðstjóri hjá lögreglunni sagði að málið færi í rann­sókn hjá rann­sókn­ar­deildinni. Hann sagði ekk­ert benda til að mögu­leg íkveikja tengd­ist öðrum glæp­um.