Óræð Jenny Ortega sem Wednesday Addams.
Óræð Jenny Ortega sem Wednesday Addams. — AFP
Ný þáttaröð Netflix að nafni Wednesday hefur slegið í gegn. Þættirnir fjalla um Wednesday Addams og ævintýri hennar í nýjum skóla sem börn með ýmsan æðri mátt sækja. Undanfarið hefur aðalpersónan Wednesday fengið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok

Magnús Geir Kjartansson

Ný þáttaröð Netflix að nafni Wednesday hefur slegið í gegn. Þættirnir fjalla um Wednesday Addams og ævintýri hennar í nýjum skóla sem börn með ýmsan æðri mátt sækja.

Undanfarið hefur aðalpersónan Wednesday fengið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok. Vert er að minnast á þær ófáu samræður sem ungviði miðlanna hefur átt sín á milli um Wednesday, sem einkennast mjög af ókristilegum löngunum í umræðu sem sumum gæti þótt of hömlulaus. Ljósvaki ályktar að Jenna Ortega, sem leikur Wednesday, hafi nú slegið Milly Bobby Brown úr Stranger Things við sem nýjasta kyntákn Net­flix. Hvernig stendur á því að kaldrifjuð og ísköld stúlka eins og Wednesday hneppir hvolpavit ungviðisins í slík álög? Þrátt fyrir að svokölluð rauð flögg Wednesday séu mörg, þá laðast fólk án efa að æðruleysi og hugrekki hennar til að vera hún sjálf í stefnulausri menningu neyslusamfélags, sem krefst þess að allir séu eins.

Ef undirritaður ætti að spá í spilin er velgengni Wednesday ekki einungis útliti Jennu Ortega að þakka, eða hversu „bad“ hún er. Nær allar raddir í hausnum á manni eru sammála um að persónuleiki Wednesday sé allt nema ráðgefandi um þá aðdáun sem hún nýtur.

Höf.: Magnús Geir Kjartansson