Ákærður Baldwin varð tökustjóra Rust, Halynu Hutchins, að bana.
Ákærður Baldwin varð tökustjóra Rust, Halynu Hutchins, að bana. — AFP/Angela Weiss
Bandaríski leikarinn Alec Bald­win hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en hann skaut myndatökustjórann Halynu Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust í október árið 2021 í Santa Fe í Bandaríkjunum

Bandaríski leikarinn Alec Bald­win hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en hann skaut myndatökustjórann Halynu Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust í október árið 2021 í Santa Fe í Bandaríkjunum. Hélt leikarinn að byssan sem hann skaut úr væri óhlaðin en raunveruleg skot reyndust vera í henni og lést Hutchins af sárum sínum. Sú sem sá um vopnin á tökustað, Hannah Gutierrez Reed, hefur einnig verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Aðstoðarleikstjóri myndarinnar, David Halls, hefur gengist við minniháttar broti, að hafa sýnt hirðuleysi við meðferð banvæns vopns og hlýtur fyrir það sex mánaða skilorðsbundinn dóm.

Lögmaður Baldwin, Luke Nikas, segir skjólstæðing sinn hafa verið algjörlega grunlausan um að raun­veruleg skot væru í byssunni enda ekki við slíku að búast og því væri ákæran í andstöðu við lög og réttlæti. Baldwin myndi verjast af krafti og kviðdómur án efa komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus.