Litfagurt Eitt verka Kristjáns Steingríms af sýningunni héðan og þaðan í Berg Contemporary.
Litfagurt Eitt verka Kristjáns Steingríms af sýningunni héðan og þaðan í Berg Contemporary.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sýning Kristjáns Steingríms, héðan og þaðan, verður opnuð í dag kl. 17 í galleríinu Berg Contemporary við Klapparstíg. Kristján sýnir ný verk þar sem hann mylur sjálfur og gerir tilraunir með leir og jarðveg víðsvegar að úr heiminum, að því er segir …

Sýning Kristjáns Steingríms, héðan og þaðan, verður opnuð í dag kl. 17 í galleríinu Berg Contemporary við Klapparstíg.

Kristján sýnir ný verk þar sem hann mylur sjálfur og gerir tilraunir með leir og jarðveg víðsvegar að úr heiminum, að því er segir í tilkynningu, og vísar titill sýningarinnar til þess. Úr jarðefnunum býr hann til málningu og öðlast efniviðurinn þá nýtt táknrænt hlutverk og fagurfræðilega merkingu.

Í texta Æsu Sigurjónsdóttur listfræðings um sýninguna segir m.a. að jarðefnin í málverkum Kristjáns minni á að listamenn hafi gert tilraunir með leir og steinefni frá örófi alda. Elstu hellamálarar hafi notað okkur, umber, sienna, manganese og kaolin, mulið steininn og blandað jarðvegi með feiti og öðrum lifrænum bindiefnum til að festa litinn á flötinn.

„Litirnir sem Kristján blandar eru gerðir með svipuðum aðferðum. Þegar þeir birtast þá öðlast þeir táknrænt hlutverk og fagurfræðilega merkingu, því málverk Kristjáns vísa í ákveðna staði, heiti, sem búa yfir einstakri birtu, jafnvel töfraljóma í huga áhorfenda: Námaskarð, Seyðishólar, Sólheimajökull, Rauðisandur, Betlehem, Carmel, Omaha Beach, Sienna og Bordeux,“ skrifar Æsa.

Rannsóknir Kristjáns snúist þó hvorki um ferðalög, jarðfræði, né efnafræði heldur megi tengja þær staðfræði eða kortlagningu, jafnvel við einskonar leit að erfðafræði þeirra svæða sem hann heimsæki.