Drullumall 4 Umslag plötunnar sem er fjórða Drullumall Post-dreifingar.
Drullumall 4 Umslag plötunnar sem er fjórða Drullumall Post-dreifingar.
Útgáfu safnplötunnar Drullumall 4 verður fagnað í Mengi að Óðins­götu 2 í dag kl. 19 og í 12 tónum, Skólavörðustíg 15, frá kl. 21.30. Í Mengi leika Áslaug Dungal, Breki Hó, Ókindarhjarta og Asalus og í 12 tónum koma fram plötusnúðarnir Simmi, MC…

Útgáfu safnplötunnar Drullumall 4 verður fagnað í Mengi að Óðins­götu 2 í dag kl. 19 og í 12 tónum, Skólavörðustíg 15, frá kl. 21.30. Í Mengi leika Áslaug Dungal, Breki Hó, Ókindarhjarta og Asalus og í 12 tónum koma fram plötusnúðarnir Simmi, MC Myasnoi og Pellegrina x Xiupill.

Platan er gefin út af listasam­laginu Post-drefingu sem hefur á sínum snærum marga unga tónlistarmenn og hljómsveitir af hinni svokölluðu Z-kynslóð. „Helsta framlag post-dreifingar til íslenskrar tónlistarmenning­ar hefur fyrst og fremst legið í virkni, að koma hlutum af stað og halda þeim á hreyfingu,“ skrifaði Arnar Eggert Thoroddsen í pistli um samlagið árið 2021.