Súðavíkurkirkja
Súðavíkurkirkja — Morgunblaðið/Sigurður Ægisso
ÁRBÆJARKIRKJA | Taize-guðsþjónusta kl. 11. Sr Petrína Möll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista.
ÁRBÆJARKIRKJA | Taize-guðsþjónusta kl. 11. Sr Petrína Möll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnarsdóttur, Thelmu Rósar Arnarsdóttur og Sigurðar Óla Karlssonar.

ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13. Þorsteinn Jónsson og Emma Eyþórsdóttir annast samverustund sunnudagaskólans. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási að messu lokinni.

BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Þórarinn og Þórey María.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Örn Magnússon leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór Breiðholtskirkju.

BÚSTAÐAKIRKJA | Messa sunnudag kl. 13. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða sálmasöng, Antonía Hevesi spilar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum.

DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar og vinir Digraneskirkju leiða safnaðarsöng. Ásdís, Hálfdán og Sara hafa umsjón með sunnudagaskólanum. Súpa og brauð eftir stundirnar.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn syngur.

FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Messa sunnudag kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur organisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór Fella- og Hólakirkju. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma.

GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Fermingarbörn úr Víkurskóla ásamt foreldrum sínum eru sérstaklega boðin velkomin. Sunnudagaskóli verður á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Ásta Jóhanna Harðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

GRENSÁSKIRKJA | Messa sunnudag með altarisgöngu kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Sr. Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Þriðjudaga kl. 12. Kyrrðarstund í hádeginu, með orgelleik, bænum og íhugun. Fimmtudaga kl. 18.15 Núvitundarstund.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur er Friðrik Hjartar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta 22. janúar kl. 11. Sr. María Rut Baldursdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Guðríðarkirkju undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur syngur. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Guðný Elva Aradóttur. Sunnudagaskólinn á sínum stað.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Næstkomandi sunnudag er hefðbundinn messa með altarisgöngu kl. 11. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli er í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kaffi og með því á eftir.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Matthías Harðarson. Félagar í Kór Hallgrímskirkju leiða söng. Kristný Rós Gústafsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og María Elísabet Halldórsdóttir hafa umsjón með barnastarfinu.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa sunnudag. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Félagar í Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða messusönginn. Kaffisopi og spjall eftir messu.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta sunnudag kl. 17 í umsjón sr. Sunnu Dóru Möller. Matthías V. Baldursson sér um tónlistina.

HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English.Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en español.

ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Íslensk barnasamvera verður í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju laugardag 21. janúar kl. 11. Guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkju 22. janúar kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Í tilefni bóndadags verður Lopapeysumessa í Keflavíkurkirkju kl. 20 á sunnudagskvöld.

KIRKJA HEYRNARLAUSRA | Messa í Kirkju döff í Grensáskirkju 22. janúar kl. 14. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi eftir messu.

KOLAPORTIÐ | Kolaportsmessa sunnudag 22. janúar kl. 14. Sr. Bjarni Karlsson og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni leiða stundina. Tónlist Kirstín Erna Blöndal og Örn Arnarsson. Dægurlög og sálmar. Talað mál þýtt á ensku. Veitingar í kaffihúsi Portsins.

KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Gengið verður til altaris. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, organista kirkjunnar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

LANGHOLTSKIRKJA | Krúttamessa kl. 11, fjölskyldumessa sem þær Guðbjörg prestur, Sunna Karen og Björg kórstýrur leiða, Krúttakórinn syngur. Að samverunni í kirkjunni lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.

MOSFELLSPRESTAKALL | Vináttu sunnudagaskóli (taka með vin) safnaðarheimilinu, Þverholti 3 kl. 13. Í lok stundar grænar gjafir í boði, föndur og hressing. Íhugunarguðsþjónusta með hljómsveitinni AdHd í Lágafellskirkju kl. 20. Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sr. Henning Emil Magnússon og sr. Hjalti Jón Sverrisson þjóna. Eftir stundina verður kaffisopi í skrúðhúsinu.

NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffiveitingar á Torginu eftir messu.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Sunnudaginn 22. janúar kl. 14 verður tónlistarmessa. Sr. Pétur þjónar fyrir altari og Polly og hljómsveit sjá um tónlistina. Barnastarf og maul eftir messu.

SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Messa kl. 14. Kirkjukórinn leiðir söng. Organisti: Rögvaldur Valbergsson. Prestur er Sigríður Gunnarsdóttir.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Siggi Már og Bára leiða stundina. Tómas Guðni spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari og félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Hagfræði fyrir fólkið. Dr. Ólafur Ísleifsson, fv. alþingismaður, talar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitiingar í safnaðarheimlinu eftir athöfn. Mánudagur 23. janúar. Kaffisamvera í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að eldgos hófst í Vestmannaeyjum. Boðið upp á veitingar (m.a. gos og hraun). Allir velkomnir. Morgunkaffi á miðvikudag kl. 9 og kyrrðarstund kl. 12.

VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudaginn 22. janúar ræðum við um vináttuna. Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10. Jóna Þórdís og Trausti stýra stundinni; söngur, sögur og brúðuleikrit. Sunnudagaskóli og messa í Vídalínskirkju kl. 11. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Jóna Þórdís og Davíð sjá um sunnudagaskólann. Messukaffi að loknum athöfnum.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 10 í umsjá Dísu og Benna. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson þjónar. Kaffihressing í safnaðarsal að athöfn lokinni.

YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðþjónusta sunnudag kl. 11. Fermingarbörn og forráðamenn þeirr hvött til að mæta. Kaffi, djús og kex i messulok.