[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Við Skildinganes 34 í Reykjavík er að finna 365 fm einbýli sem var byggt 1965. Húsið stendur á einstökum stað. Fyrir utan stofugluggann er að finna Atlantshafið sjálft í allri sinni dýrð ásamt útsýni út á Snæfellsjökul ef vel viðrar

Við Skildinganes 34 í Reykjavík er að finna 365 fm einbýli sem var byggt 1965. Húsið stendur á einstökum stað. Fyrir utan stofugluggann er að finna Atlantshafið sjálft í allri sinni dýrð ásamt útsýni út á Snæfellsjökul ef vel viðrar.

Húsið var auglýst til sölu í lok október 2022 og var selt tæplega mánuði síðar á 300 milljónir. Unnur María S. Ingólfsdóttir og Thomas J. Stankiewicz von Ernst keyptu húsið af Önnu Sigríði Haraldsdóttur. Unnur María er fiðluleikari og Thomas er arkitekt. Það er ekkert skrýtið að þau hafi fallið fyrir húsinu enda bjart og sjarmerandi á allan hátt.