Sogavegur Fiskikóngurinn heldur starfseminni áfram á Sogaveginum.
Sogavegur Fiskikóngurinn heldur starfseminni áfram á Sogaveginum. — Morgunblaðið/Golli
„Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elsta starfandi fiskverslun landsins lokar,“ skrifaði Kristján Berg Ásgeirsson á Facebook-síðu sína í gær þegar hann tilkynnti að verslun Fiskikóngsins á Höfðabakka 1 yrði lokað

„Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elsta starfandi fiskverslun landsins lokar,“ skrifaði Kristján Berg Ásgeirsson á Facebook-síðu sína í gær þegar hann tilkynnti að verslun Fiskikóngsins á Höfðabakka 1 yrði lokað. Hann nefnir margar ástæður fyrir lokuninni og segir hátt verð á fiskmörkuðum og dýr aðföng eina ástæðuna og spyr hvers vegna lambakjöt sé niðurgreitt en ekki fiskur.

Kristján segir að Íslendingar megi ekki gleyma uppruna sínum en unga kynslóðin sé alin upp á skyndifæði og þessi undirstöðufæða Íslendinga sé á undanhaldi. „Unga kynslóðin kann ekki að borða t.d. hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati,“ skrifaði Kristján á Facebook í gær og telur að fleiri fiskbúðir muni leggja upp laupana ef ekki verði stutt betur við fisksöluna á sama hátt og gert er við lambakjötið. Verslun Fiskikóngsins á Sogavegi verður áfram starfrækt.