Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér ályktun þar sem ákvörðun dómsmálaráðherra er fagnað um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í ályktuninni segir að tími sé til kominn að hugað sé…

Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér ályktun þar sem ákvörðun dómsmálaráðherra er fagnað um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í ályktuninni segir að tími sé til kominn að hugað sé að öryggi lögreglumanna í starfi, stéttin búi bæði við fleiri vinnuslys en flestar stéttir og þurfi iðulega að kljást við krefjandi og hættulegar og oft ófyrirséðar aðstæður.

Landssambandið hafi lengi bent á að það þurfi að tryggja betur öryggi í starfi og skilningi á því sé fagnað.